Enskir fjölmiðlar telja að Unai Emery hafi einn mánuð til þess að lengja starfstíma sinn hjá enska knattspyrnufélaginu Arsenal. Liðinu hefur gengið byrjað illa á yfirstnandandi leiktíð að mati þorra stuðningsmanna liðsins sem virðast vera að missa þolinmæðina.

Stjórn félagsins hefur hins vegar sagt Emery vera öruggan í starfi en slík yfirlýsing hefur í gegnum tíðina oft veirð undanfari þess að knattspyrnustjórar fái sparkið.

Arsenal er sem stendur í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla með 17 stig en liðið er jafn mörgum stigum frá Liverpool sem trónir á toppnum og átta stigum á eftir Manchester City sem er í fjórða sæti deildarinnar eins og sakir standa.

Þá hafa ýmis vandræði herjað á liðið undanfarnar vikur sem málefni fyrrverandi fyrirliða liðsins, Granit Xhaka, sem er fallinn í ónað hjá stuðningsmönnum liðsins og erfiðleikar með að fá það besta út úr Mesut Özil, einni af stórstjörnu liðsins.

Skyttunum hefur ekki tekist að fara með sigur af hólmi í síðustu fimm leikjum liðsins í öllum keppnum en þar hefur liðið gert þrjú jafntefli og beðið ósigur í tveimur leikjum.

Næsta verkefni Arsenal er deildarleikur á móti Southampton á Emirates á laugardaginn kemur en sigur þar myndi veita Emery tímabundið andrými.