Allir leikir Ís­lands á EM í knatt­spyrnu sem brátt hefst í Eng­landi verða sýndir á risa­skjá og í topp hljóð­gæðum á Ingólfs­torgi. Kemur þetta fram í til­kynningu frá KSÍ.

Ís­lenska kvenna­lands­liðið tekur þátt á Evrópu­mótinu í knatt­spyrnu á Eng­landi í sumar, en þetta er í fjórða skipti í röð sem stelpurnar okkar taka þátt á mótinu.

EM torgið verður þannig hinn eigin­legi heima­völlur Ís­lenska liðsins hér­lendis og búast má við frá­bærri stemningu á leikjum liðsins. Auk leikja Ís­lands verða nær allir aðrir leikir keppninnar sýndir á torginu.

Það eru Icelandair, Coca-Cola, Lands­bankinn og N1 sem einnig eru meðal bak­hjarla KSÍ sem færa fólkinu EM torgið á­samt Reykja­víkur­borg og KSÍ. Það má búast við gífurlegri stemningu og eru allir hvattir til þess að koma og styðja stelpurnar okkar!

Leikir Ís­lands í Riðla­keppninni

Fyrsti leikur Ís­lands á mótinu er gegn Belgíu á sunnu­­daginn næst­komandi. Leikurinn fer fram á Manchester City A­cademy vellinum og flautað verður til leiks klukkan 16:00 á ís­­lenskum tíma.

Annar leikur liðsins er gegn Ítalíu Fimmtu­­daginn 14. júlí. Sá leikur fer einnig fram á Manchester City A­cademy vellinum og hefst klukkan 16:00 á ís­­lenskum tíma.

Loka­­leikur Ís­lands í riðla­­keppninni er gegn Frakk­landi mánu­­daginn 18. júlí. Leikurinn fer fram á New York leik­vanginum í Rot­her­ham og hefst klukkan 19:00 á ís­­lenskum tíma.