Frjálsíþróttsamband Evrópu ákvað í dag að fresta Evrópumótinu í kastgreinum sem átti að fara fram í Portúgal síðar í þessum mánuði.

Samkvæmt tilkynningunni á heimasíðu sambandsins er það gert í ljósi tilmæla portúgalskra heilbrigðisyfirvalda um útbreiðslu kórónaveirunnar.

Guðni Valur Guðnason var skráður til leiks á mótinu og vakti athygli á ákvörðun Frjálsíþróttasambands Evrópu á Instagram-síðu sinni í dag.

Stjórn sambandsins mun funda um framhaldið í lok mánaðar þar sem skoðað verður hvort að mótið geti farið fram síðar á þessu ári.