Hægt er að fylgjast með með undan­keppni Evrópu­meistara­mótsins í hóp­fim­leikum í beinni á netinu í dag en kvenna­lands­liðs Ís­lands hefur keppni klukkan 14:30 að ís­lenskum tíma.

Kvenna­lands­lið Ís­land gerði sér lítið fyrir og varð Evrópu­meistari í hóp­fim­leikum í fyrra eftir þó­nokkra bið frá síðasta titli. Titil­vörnin hefst á eftir en úr­slitin fara fram á laugar­daginn og verða í beinni á RÚV.

Evrópumeistaramótið fer vanalega fram á tveggja ára fresti en vegna Covid-faraldursins er einungis níu mánuðir á milli móta að þessu sinni.

Karlalandslið íslands keppir síðan beint í kjölfarið en strákarnir tóku silfur á mótinu í fyrra. Undankeppnin hjá körlunum hefst klukkan 17:15.