Undan­keppni Evrópu­meistara­mótsins í hóp­fim­leikum hefst klukkan 17:30 á ís­lenskum tíma. Undan­keppnin er sýnd beint á netinu og er hægt að horfa á mótið hér að neðan.

Tvö ís­lensk lið keppa i í dag; Stúlknalandsliðið og blandað lið unglinga.

Bæði liðin áttu öflugan undir­búnings­dag í keppnis­höllinni í gær og eiga góða mögu­leika á að vera meðal efstu liða á mótinu.

Efstu sex liðin í undan­keppninni keppa síðan um Evrópu­meistara­titilinn í ung­linga­flokki á föstu­daginn.

Blandað a lið unglinga keppir í kvöld.
Ljósmynd/Stefán Pálsson