Trent Alexander-Arnold fór meiddur af velli þegar England lagði Austurríki að velli með einu marki gegn engu í vináttulandsleik á Riverside-leikvangnum í gær.

Nú eru tæpar tvær vikur í að enska liðið mætir Króatíu í fyrsta leik sínum í lokakeppni Evrópumótsins og Gareth Southgate, þjálfari Englands, óttaðist það að Arnold myndi missa af Evrópumótinu þegar hann var spurður út í meiðslin eftir leikinn.

Um er að ræða meiðsli aftan í læri sem verða metin næstu daga og staðan tekin eftir þá skoðun. Engledningar eru hins vegar ekki á flæðiskeri staddir með hægri bakverði.

Í enska hópnum eru auk Arnold, Reece James, Kyle Walker og Kieran Trippier.

Southgate sagði einnig að meiðsli Jack Grealish, sem var tekinn af velli í seinni hálfleik, væru ekki alvarleg og staðan á Jordan Henderson, sem spilaði ekki í leiknum í gærkvöldi, væri góð.