Æfingu dagsins hjá sviss­neska kvenna­lands­liðinu í knatt­spyrnu hefur verið frestað vegna veikinda í leik­manna­hópnum og þjálfara­t­eymi liðsins. Liðið er nú statt á Eng­landi vegna Evrópu­mótsins í knatt­spyrnu og er næsti leikur liðsins gegn Sví­þjóð á mið­viku­daginn.

Frá þessu er greint á vef­síðu Reu­ters þar sem segir enn­fremur að um sé að ræða maga­kveisu hjá alls átta leik­mönnum sem og ellefu starfs­mönnum í kringum liðið.

Ljóst er að þetta er ekki á­kjósan­legur undir­búningur Sviss fyrir leikinn sem hefði fyrir þennan vanda verið erfitt verk­efni þar sem Sví­þjóð hefur yfir að skipa einu besta lands­liði heims í kvenna­boltanum.

Sviss gerði 2-2 jafn­tefli við Portúgal í fyrsta leik sínum á mótinu og eru sem stendur í 2. sæti síns riðils.