Elv­ar Már Friðriks­son, landsliðsmaður í körfubolta, var valinn í lið vik­unn­ar í lit­háísku efstu deild­inni en það var frammistaða hans í sigri Siauliai á móti Nept­unas í gær sem skilaði honum sæti í liðinu.

Elvar Már skoraði ell­efu stig í leiknum og sendi þar að auki ell­efu stoðsend­ing­ar. Alls skilaði Elvar Már 25 fram­lags­stigum í leiknum sem var þriðja hæsta framlagið í síðustu umferð deildarinnar.

Þetta er fyrsta keppnistimabil bakvarðarins hjá Siauliai en hann hefur leikið einkar vel með liðinu í vetur. Elvar Már er framlagshæsti leikmaður deildarinnar en hann rúmlega framlagsstigum að meðaltali í fyrstu 12 leikjum leiktíðarinnar.

Þá er Elvar Már fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar með tæplega 16 stig að meðaltali og sá stoðsendingahæsti með rúmlega sjö stoðsendingar.

Elvaras vakar surinko penktą sezone dvigubą dublį ir trečią sykį pateko į simbolinį savaitės penketuką 😎🔥 #BūkimGeriausi

Posted by BC "Šiauliai" on Mánudagur, 11. janúar 2021