Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur samið við þýska úrvalsdeildarfélagið MT Melsungen til tveggja ára.

Þessi félagaskipti Elvars Arnar frá danska félaginu Skjern hafa legið í loftinu frá því fyrir nokkrum vikum síðan og hafa nú verið staðfest.

Elvar Örn mun leikur undir stjórn landsliðsþjálfarans, Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, hjá MT Melsungen og verða liðsélagi samherja síns hjá landsliðinu línumannrsins Arnars Freys Arnarssonar.

#MTNews 𝗪𝗘𝗖𝗛𝗦𝗘𝗟 𝗣𝗘𝗥𝗙𝗘𝗞𝗧📝🤝✅ Herzlich willkommen bei der MT Melsungen, Elvar Örn Jónsson!😍👌 💬“Ich freue mich auf die MT...

Posted by MT Melsungen on Þriðjudagur, 16. mars 2021