Elv­ar Ásgeirs­son leikmaður Aftureldingar hef­ur samið við þýska félagið TVB 1898 Stutt­g­art. Þetta kemur fram í frétt á mbl.is.  til tveggja ára. 

Elvar mun yf­ir­gef­a herbúðir Aft­ur­eld­ingar eft­ir að yfirstandandi leiktíð lýkur, en hann samdi við þýska félagið til tveggja ára. 

Þessi öfluga skytta fór til reynslu hjá Stuttgart í nóvember á síðasta ári og í kjölfar þess bauð félagið honum samning og voru félagaskiptin staðfest um nýliðna helgi.  

Stutt­g­art er eins og sakir standa í 12. sæti þýsku efstu deildarinnar með 15 stig eftir 20 umferðir. 

Ljóst er að þetta verðu stórt skarð í lið Aftureldingar fyrir næsta keppnistímabil, en þessi 24 ára gamli leikmaður er marka­hæsti leikmaður Aft­ur­eld­ing­ar í Olís-deild­inni á leiktíðinni með 77 mörk í 15 leikjum.

„Mig hef­ur dreymt um leika í þýsku búndes­líg­unni síðan ég var lít­ill svo segja má að draum­ur ræt­ist með þessu sam­komu­lagi. Ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð sam­komu­lagi við Stutt­g­art,“  sagði Elv­ar í sam­tali við mbl.is um þessi væntanlegu vistaskipti.