Auðkýfingurinn Elon Musk var fljótur að draga í land og segist hafa sett fram færslu á Twitter, þess efnis að hann ætlaði sér að kaupa enska úrvalsdeildar félagið Manchester United, í gríni.

Stuðningsmenn Manchester United voru margir hverjir orðnir spenntir fyrir mögulegum kaupum Elons á félaginu en núverandi eigendur þessa sögufræga knattspyrnufélags, Glazer-fjölskyldan, er ekki mikils virt þessa stundina.

Færsla Elons hlaut mikla athygli og helstu fréttamiðlar heims fjölluðu um hana og þá dró Elon í land. Sagðist ekki hafa huga á að kaupa íþróttafélag, færslan hafi verið sett fram í gríni, en ef hann myndi kaupa eitthvað íþróttafélag þá væri það Manchester United.

Elon segist hafa fylgt Manchester United eftir síðan hann var krakki. Hann ætti þá að vita að félagið hefur farið afleitlega af stað í deildinni, tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Brighton og Brentford.