Elliði Snær Viðarsson missir af fyrsta leik ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla vegna leikbanns.
Elliði fékk rauða spjaldið í leik ÍR og ÍBV í gær. Eyjamenn unnu leikinn 26-30 og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit.
Alls fóru fjögur rauð spjöld á loft í leiknum í Austurberginu í gær. Auk Elliða voru ÍR-ingarnir Sturla Ásgeirsson, Þrándur Gíslason Roth og Halldór Logi Árnason reknir úf af. Sá síðastnefndi fékk eins leiks bann líkt og Elliði.
Ana Blagosevic, leikmaður HK, var úrskurðuð í tveggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hún fékk í leik gegn Gróttu í gær.
Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi á morgun.
Athugasemdir