Handbolti

Elliði í banni í fyrsta undan­úr­slita­leiknum

Þrír leikmenn voru úrskurðaðir í bann á fundi aganefndar HSÍ í dag. Meðal þeirra er Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson.

Elliði verður fjarri góðu gamni í fyrsta leik Eyjamanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Fréttablaðið/Eyþór

Elliði Snær Viðarsson missir af fyrsta leik ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla vegna leikbanns.

Elliði fékk rauða spjaldið í leik ÍR og ÍBV í gær. Eyjamenn unnu leikinn 26-30 og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit.

Alls fóru fjögur rauð spjöld á loft í leiknum í Austurberginu í gær. Auk Elliða voru ÍR-ingarnir Sturla Ásgeirsson, Þrándur Gíslason Roth og Halldór Logi Árnason reknir úf af. Sá síðastnefndi fékk eins leiks bann líkt og Elliði.

Ana Blagosevic, leikmaður HK, var úrskurðuð í tveggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hún fékk í leik gegn Gróttu í gær.

Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi á morgun.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Guðmundur á leið á sitt 22. stórmót

Handbolti

„Margir sem vanmeta Litháa en við gerum það ekki“

Handbolti

Montpellier meistari á ný

Auglýsing

Nýjast

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Auglýsing