Handbolti

Elliði í banni í fyrsta undan­úr­slita­leiknum

Þrír leikmenn voru úrskurðaðir í bann á fundi aganefndar HSÍ í dag. Meðal þeirra er Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson.

Elliði verður fjarri góðu gamni í fyrsta leik Eyjamanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Fréttablaðið/Eyþór

Elliði Snær Viðarsson missir af fyrsta leik ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla vegna leikbanns.

Elliði fékk rauða spjaldið í leik ÍR og ÍBV í gær. Eyjamenn unnu leikinn 26-30 og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit.

Alls fóru fjögur rauð spjöld á loft í leiknum í Austurberginu í gær. Auk Elliða voru ÍR-ingarnir Sturla Ásgeirsson, Þrándur Gíslason Roth og Halldór Logi Árnason reknir úf af. Sá síðastnefndi fékk eins leiks bann líkt og Elliði.

Ana Blagosevic, leikmaður HK, var úrskurðuð í tveggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hún fékk í leik gegn Gróttu í gær.

Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi á morgun.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Newcastle að bæta við leikmönnum

Handbolti

Segja að Albert sé að íhuga framtíð sína hjá Fylki

Handbolti

De Jong að semja við Barcelona

Auglýsing

Nýjast

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Íþróttadómstóll dæmir PSG í hag gegn UEFA

Wayne Rooney sýndi á sér nýja hlið

Al Arabi staðfestir komu Arons

Auglýsing