Breiðablik dugar jafntefli í lokaleik riðilsins til að komast í útsláttarkeppnina í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 11-0 sigur í dag.

Blikar mæta Sarajevo í lokaumferðinni á þriðjudaginn og er markatalan Blikum í hag fyrir lokaleikinn.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom Blikum yfir á 7. mínútu áður en Hildur Antonsdóttir, Berglind Björg Þorvalsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir bættu við í fyrri hálfleik.

Berglind fullkomnaði þrennuna snemma í seinni hálfleik í ellefu marka sigri Blika sem léku á als oddi í dag.