Ferguson tókst að kaupa Jones árið 2011 frá Blackburn en á sama tíma reyndi hann að kaupa Raphael Varane frá Frakklandi.

Franski varnarmaðurinn kaus að fara frekar til Real Madrid en Ferguson hafði fundað með honum á þeim tíma.

„Árið 2011 tók ég lestina frá Euston til Lille til að kaupa ungan franskan varnarmann, Raphael Varane," skrifaði Ferguson í ævisögu sinni.

„David Gill (Stjórnarformaður United á þeim tíma) var að klára alla pappírsvinnu með Lens. Zinedine Zidane frétti af þessu og náði að stela honum af okkur til Real Madrid.“

Jones og Varane hita upp í gær.
Getty Images

Ekki áttu margir von á því að Jones og Varane myndu spila saman þó Varane væri mættur til United. Jones var nefnilega að spila sinn fyrsta leik í tvö ár.

Jones hefur glímt við ótrúleg meiðsli og framtíð hans í lausu lofti. Eric Bailly, Harry Maguire og Victor Lindelof voru allir meiddir í gær og Jones fékk traustið. Jones var besti maður United í leiknum.