Íslenska karlalandsliðið í handbolta lenti í ellefta sæti á Evrópumótinu í handbolta sem er besti árangur liðsins í sex ár og fimmti besti árangur Íslands frá upphafi.

Strákarnir okkar byrjuðu mótið af krafti og unnu fyrstu tvo leikina gegn Dönum og Rússum og komust með því í milliriðlana. Eftir það var gengið ekki jafn gott og vann Ísland aðeins einn af síðustu fimm leikjum sínum.

Þetta var ellefta Evrópumótið í röð sem karlalandsliðið tekur þátt í og er besti árangurinn til þessa bronsverðlaunin á EM í Austurríki árið 2010. Síðast þegar EM fór fram í Sviþjóð náði Ísland fjórða sæti og á EM í Danmörku lenti Ísland í fimmta sæti.

Undanfarin tvö EM hefur Ísland lent í 13. sæti og er þetta því bæting um tvö sæti.