Fótboltakonan Emelía Óskarsdóttir, sem er á mála hjá Gróttu, er við æfingar hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad þessa dagana. Það er Kristianstadsbladet sem greinir frá þessu.

„Emilía er mjög spennandi sóknarmaður og ég vona innilega að við náum að semja við hana," segir Elísabet í samtali við Kristianstadsbladet.

Þessi 15 ára gamli framherji leikur með unglingaliðum Ballerup-Skovlande í Danmörku en hefur undanfarin sumur leikið með uppeldisfélagi sínu á Seltjarnarnesinu.

Síðasta sumar lék Emelía 12 leiki fyrir Gróttu í Lengjudeildinni og skoraði eitt mark. Þá hefur hún spilað fimm leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað eitt mark í þeim leikjum.