Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir mun næstu árin æfa og keppa fyrir höndTexas State University auk þess að leggja stund á nám við skólann.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Instagram-siðu skólans í dag. Skólinn er í San Marcos í Texas en þar búa um það bil 65.000 manns í þessum háskólabæ.

Þessi nítján ára frjálsíþróttakona úr ÍR bætti Íslandsmet fullorðinna í sleggjukasti þegar hún kastaði sleggjunni 64,39 metra síðastliðið vor.

Þá varð hún í fjórða sæti á heimsmeistaramóti undir 20 ára sem fram fór í Nairobi í Kenýa fyrr á þessu ári.