Varnamðurinn Elísa Viðarsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við Val. Elísa sem er 29 ára gömul gekk til liðs við Val fyrir tímabilið 2016.

Hún hefur leikið 48 leiki í efstu deild fyrir félagið og skorað þrjúj mörk. Þá hefur Elísa spilað 38 A-landsleiki og átta leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Valur tilkynnti í gær að framherjinn ungi og efnilegi, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, hafi framlengt samning sinn við Hlíðarendafélagið.

Ólöf Sigríður sem er 17 ára og uppalin hjá Val lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2018. Síðasta tímabil var hún lánuð til Þróttar þar sem sóknarmaðurinn lék 14 leiki í efstu deild og skoraði sex mörk