Elín Metta Jensen, landsliðskona í knattspyrnu, hefur farið frábærlega af stað með liði sínu, Val, á Íslandsmótinu. Elín Metta skoraði tvö mörk þegar Valur hafði betur 3-1 í leik sínum við ÍBV á Hásteinsdvelli í Vestmannaeyjum í gærkvöld.

Elín Metta hefur þar af leiðandi skorað sjö mörk í fyrstu fjórum leikjum Valsliðsins í sumar en ríkjandi Íslandsmeistararnir eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Hún er markahæsti leikmaður deildarinnar með þremur mörkum meira en Bergling Björg Þorvaldsdóttir sem hefur leikið þrjá leiki.

Þessi magnaði sóknarmaður hefur nú alls skorað 118 mörk í þeim 164 leikjum sem hún hefur spilað fyrir Val. Þá hefur Elín Metta skorað 14 mörk í 49 leikjum fyrir A-landsliðið.