Elín Edda Sig­urðardótt­ir sem hleypur fyrir ÍR hljóp heilt maraþon á tímanum 2:44,48 klukkustundum í Frankfurt í Þýskalandi í gær en sá tími skilaði henni í 33. sæti í hlaupinu.

Elín Edda átti áður best 2:49,00 klukkustundir í heilu maraþoni en þeim tíma náði hún þegar hún hljóp heilt maraþon í fyrsta skipti í Hamborg í vor.

Þetta er næst besti tími hjá íslenskri hlaupakonu í heilu maraþoni í sögunni en Elín Edda bætti tíma sinn um tæpar fimm mínútur að þessu sinni.

Martha Erns­dótt­ir sem er þjálfari Elínar Eddu á Íslands­metið í grein­inni sem er 2:35,15, klukku­stund­ir. Martha setti það met í september árið 1999.