Danska knattspyrnufélagið Frederica hefur greint frá því að Elías Rafn Ólafsson, markvörður liðsins, hafi greinst með kórónaveiuruna við komuna til Danmerkur eftir að hafa verið staddur í Lúxemborg.

Elías Rafn var þar að spila með íslenska U-21 árs landsliðinu í undankeppni EM 2021. Framí kemur í frétt Frederica að Elías Rafn sé einkennalaus en hann muni verði í einangrun næstu dagana.

Fyrr í dag kom fram að Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson sem spila með norska liðinu Strömsgodset verði í einangrun næstu 10 dagana vegna smits Elías Rafns.

Hugsanlegt er að það sama gildi um aðra leikmenn íslenska liðsins sem voru með landsliðinu í Lúxemborg.