Keflvíski framherjinn Elías Már Ómarsson skoraði þrjú marka Excelsior í 5-4 sigri liðsins gegn Hercules í 33. og næst síðustu umferð hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gær.

Mörkin þrjú skiluðu Elías Má sæti í liði umferðarinnar í deildinni en hann hefur skorað sex deildarmörk í 22 leikjum á yfirstandandi leiktíð.

Excelsior mun þrátt fyrir þennan sigur og óháð því hvernig úrslitin verða í lokaumferð deildarinnar um næstu helgi fara í umspil um sæti í efstu deild á næstu leiktíð.

Lið vikunnar var þannig skipað: Markvörður: Bizot (AZ Alkmaar). Varnarmenn: De Ligt (Ajax), Memisevic (Groningen), Blind (Ajax). Miðjumenn: Ziyech (Ajax), Midtsjö (AZ Alkmaar), Van de Beek (Ajax), Susic (VVV-Venlo). Sóknarmenn: Elías Már Ómarsson (Excelsior), Dalmau (Heracles), Mlapa (VVV-Venlo)