Fótbolti

Elías Már færir sig um set til Hollands

Knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson hefur skrifað undir samning við Excelsior, en hann kemur til hollenska félagsins frá sænska liðinu Gautaborg.

Elías Már Ómarsson hefur söðlað um frá Svíþjóð til Hollands. Fréttablaðið/Getty

Framherjinn Elías Már Ómarsson hefur verið seldur frá sænska liðinu Gautaborg til hollenska liðsins Excelsior. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu hollenska félagsins.

Elías Már gerir þriggja ára samning við hollenska liðið með möguleika á eins árs framlengingu á samningnum ef vel gengur. 

Hollenska úrvalsdeildin í knattspyrnu karla hefst um helgina, en Excelsior mætir Fortuna Sittard í fyrstu umferð deildarinnar á morgun. 

Þetta er fjórða liðið sem Elías Már leikur með, en hann lék fyrst með uppeldisfélagi sínu, Keflavík, síðan Vål­erenga í Nor­egi og skoraði svo 26 mörk í 76 leikjum fyrir Gautaborg. 

Keflvíkingurinn sem leikið hefur níu landsleiki fyrir A-landslið Íslands hittir fyrir U-21 árs landsliðsmanninn Mikael Anderson hjá hollenska liðinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Fótbolti

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Fótbolti

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Auglýsing

Nýjast

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Coman ekki með Frökkum gegn Íslandi

Jóhann Berg ekki með á morgun

Agla María framlengir við Blika til 2022

Auglýsing