Elías Már Ómars­son hefur verið á skotskónum í síðustu tveimur leikjum Excelsi­or í hol­lensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu en hann skoraði þrennu í síðustu umferð deildarinnar.

Elías Már skoraði svo eitt marka Excelsios í 4-2 sigri liðsins gegn AZ Alk­ma­ar í lokaum­ferð deild­ar­inn­ar sem fram fór í kvöld.

Al­bert Guðmunds­son var í byrj­un­arliði AZ Alk­ma­ar en var skipt af velli á 64. mín­útu leiksins. Elías og fé­lag­ar hans höfnuðu í í 16. sæti deildarinnar og þurfa þar af leiðandi að fara í um­spil um að halda sæti sínu í deild­inni.

AZ Alk­ma­ar endaði hins vegar í fjórða sæti deildarinnar og fer í um­spil um sæti í Evr­ópu­deild­inni á næstu leiktíð. Ajax varð hollensku meistari í 34. skipti í sögu félagins en liðið tryggði titilinn með 4-1 sigri gegn Gras­fschap.