Sex áhorfendur á PGA Championship mótinu í Atlanta þurftu að leita sér aðhlynningar eftir að eldingu laust niður á vellinum. Mótinu hafði verið frestað og því var enginn kylfingur úti á velli.

Fólki var ráðlagt að leita sér skjóls og eldingin kom niður við 15. teig og fór í tré sem splundraðist í kjölfarið. Sex manns leituðu sér aðhlynningar og var ákveðið að fara með fimm af þeim á sjúkrahús. Enginn er þó alvarlega slasaður.

Justin Thomas er í forystu á mótinu og er einu höggi á undan Rory McIlroy og Brooks Koepka en mótið ætti að klárast í kvöld eða nótt.