Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Gestur með honum var Hjörvar Hafliðason, doktor Football.
Þeir fóru yfir fréttir vikunnar og ræddu félagaskipti Kolbeinns Finnssonar til Lyngby.
„Svo Bjarni skilji þetta þá er þetta sonur Finns Kolbeinssonar,“ sagði Hjörvar en Bjarni spilaði oft á móti pabba hans þegar hann var miðvörður með Stjörnunni.
„Ég keppti oft á móti honum. Hann var hörkumiðjumaður,“ skaut Bjarni inn í.
„Lyngby er með litla peninga og ég held að þeir gætu verið með Pep Guardiola og Arteta á hliðarlínunni saman og ég er ekkert viss um að það yrðu miklu fleiri stig á töflunni.
Hann Freyr, sem er einn af okkar fremstu þjálfurum, er í rosalega krefjandi starfi og þetta snýst um budget. Og það er ekki mikið til.“