Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, kom í Í­þrótta­vikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hring­braut á föstu­dags­kvöldum. Gestur með honum var Hjör­var Haf­liða­son, doktor Foot­ball.

Þeir fóru yfir fréttir vikunnar og ræddu fé­laga­skipti Kol­beinns Finns­sonar til Lyng­by.

„Svo Bjarni skilji þetta þá er þetta sonur Finns Kol­beins­sonar,“ sagði Hjör­var en Bjarni spilaði oft á móti pabba hans þegar hann var mið­vörður með Stjörnunni.

„Ég keppti oft á móti honum. Hann var hörku­miðju­maður,“ skaut Bjarni inn í.

„Lyng­by er með litla peninga og ég held að þeir gætu verið með Pep Guar­diola og Arteta á hliðar­línunni saman og ég er ekkert viss um að það yrðu miklu fleiri stig á töflunni.

Hann Freyr, sem er einn af okkar fremstu þjálfurum, er í rosa­lega krefjandi starfi og þetta snýst um bud­get. Og það er ekki mikið til.“