Í þeirri reglugerð kemur meðal annars fram að spila þarf 2/3 hluta leikja yfirstanandi leiktíðar í Íslandsmóti karla og kvenna í knattspyrnu til þess að Íslandsmeistarar verði krýndir. Sama á við um hvort lið muni fara á milli deilda á Íslandsmótinu eður ei.

Stjórn KSÍ ákvað í gær að öllum leikjum á vegum sambandsins sem leika átti á tímabilinu 31. júlí til 5. ágúst verði frestað. Þá hefur sóttvarnarlæknir óskað eftir því að ekki verði æft og keppt með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. Ekki hefur verið ákveðið hvernig framhaldið verður með mótahaldið eftir þann tíma.

Einnig kemur fram í reglugerðinni að ekki verði spilað lengur en til 1. desember.

Takist hins vegar að spila um það bil fimm umferðir í viðbót í mótunum fyrir 1. desember verður tekin meðaltalsfjöldi stiga á þeim tíma sem hætt verður keppni og niðurstaða mótsins eftir því hver staða liða er miðað við það á þeim tímapunkti.

Náist ekki að klára mótið 2/3 leikjanna fyrir þann tíma verður mótið núllað út og KSÍ mun í samráði við evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hvaða lið fái sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð.