Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, var ósáttur að sjá jöfnunarmark Ísraela dæmt af myndbandsdómgæslu þar sem hann segir að það hafi verið ómögulegt að sýna fram á að boltinn hafi farið yfir línuna.

Dómari leiksins gaf til kynna að boltinn hefði ekki farið yfir línuna en með notkun myndbandsdómgæslu var því breytt og markið dæmt gott og gilt.

„Ég er ekki búinn að sjá sjónarhornið sem þeir notast við, en ég held að það hafi verið ómögulegt að úrskurða hvort að þetta hafi verið mark með þessum myndavélum. Við gátum séð öll sjónarhornin sem dómarinn sá og ég get ekki séð ennþá hundrað prósent að þetta sé mark.“

Arnar segir að hann hafi rætt við dómarana og fengið staðfest að þeir notist við sömu myndavélar og í útsendingunum og að hann hafi fengið að vita að það hafi ekki verið hægt að sjá það út frá þeim myndum.

„Línuvörðurinn dæmdi ekki mark.Myndbandsdómarinn segir að þetta sé mark. Ég kann ekki alla reglubókina en samkvæmt því sem mér er sagt þurfa þeir að vera 100 prósent að hann sé inni, og ég veit ekki hvort að það sé hægt án marklínutækni eða myndavéla á línunni.“