Kári Jónsson mun ekki leika með Helsinki Seagulls eftir að félagið rifti samningi Kára sem er enn að ná sér af meiðslum.

Hafnfirðingurinn samdi við Mávana í Finnlandi fyrr í sumar eftir eitt ár í herbúðum varaliðs Barcelona en Kári hefur verið að ná sér eftir erfið meiðsli.

Finnska félagið segir að það sé enn svolítið í að Kári geti beitt sér að fullu og að þjálfari liðsins ætli sér að finna leikmann sem geti tekið fullan þátt í æfingum og leikjum undir eins.

Samkvæmt heimildum Körfunnar eru uppeldisfélag Kára, Haukar og Valur, félög sem koma helst til greina ef Kári kemur heim til Íslands.