Davíð Þór Viðars­­son, yfir­­­maður knatt­­spyrnu­­mála hjá FH stað­­festir í sam­tali við vef­miðilinn 433.is að fé­lagið muni ekki taka yfir Lengju­­deildar lið Kór­drengja.

Undan­farnar vikur hafa sá mögu­­leiki verið viðraður að FH taki yfir lið Kór­drengja, þessar nýjustu vendingar leiða til þess að fram­­tíð knatt­­spyrnu­liðs fé­lagsins er í upp­­­námi og ó­víst hvort fé­lagið mæti til leiks með lið í Lengju­deild karla á komandi tíma­bili.

„Við vorum að skoða þennan mögu­­leika og töluðum við Kór­drengja og for­ráða­­menn þeirra, þetta gekk bara ekki upp,“ sagði Davíð Þór í sam­tali við 433.is.

„Þetta er þannig verk­efni að ef þú ætlar að vera með lið í næst efstu deild, mjög ungt lið sem yrði byggt upp á 2 flokks leik­­mönnum þá þarftu að vera með þjálfara sem þú getur 100 prósent treyst. Við fundum ekki þann mann,“ segir Davíð en Ejub Purisevic var orðaður við stöðuna.

„Sam­talið við Kór­drengi var í 3-4 vikur,“ segir Davíð sem er svekktur að FH hafi tekki tekist að láta dæmið ganga upp.

Við­talið við Davíð í heild sinni má lesa hér.