Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH staðfestir í samtali við vefmiðilinn 433.is að félagið muni ekki taka yfir Lengjudeildar lið Kórdrengja.
Undanfarnar vikur hafa sá möguleiki verið viðraður að FH taki yfir lið Kórdrengja, þessar nýjustu vendingar leiða til þess að framtíð knattspyrnuliðs félagsins er í uppnámi og óvíst hvort félagið mæti til leiks með lið í Lengjudeild karla á komandi tímabili.
„Við vorum að skoða þennan möguleika og töluðum við Kórdrengja og forráðamenn þeirra, þetta gekk bara ekki upp,“ sagði Davíð Þór í samtali við 433.is.
„Þetta er þannig verkefni að ef þú ætlar að vera með lið í næst efstu deild, mjög ungt lið sem yrði byggt upp á 2 flokks leikmönnum þá þarftu að vera með þjálfara sem þú getur 100 prósent treyst. Við fundum ekki þann mann,“ segir Davíð en Ejub Purisevic var orðaður við stöðuna.
„Samtalið við Kórdrengi var í 3-4 vikur,“ segir Davíð sem er svekktur að FH hafi tekki tekist að láta dæmið ganga upp.