Það var rífandi stemning í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudaginn þegar Halldór Gylfason, leikari, og Jóhann Alfreð, uppistandari og dómari í Gettu Betur, fengu sér sæti.

Jóhann er stuðningsmaður Tottenham en eins og flestir vita eru grannar þeirra í Arsenal á toppi deildarinnar og gengur flest í haginn. „Það er ekkert sérstaklega spennandi. Það mýkir þetta aðeins að það er hægt að bera virðingu fyrir Arteta og þeirra verkefni.

Ég er ánægður að það er ekki mikil þolinmæði hjá fótboltafélögum að gefa þjálfaranum smá tíma. Menn vildu sjá blóðið renna eftir að hann hafi verið þarna í nokkra mánuði. En þetta er þungt fyrir þá sem eru réttu megin í norður London.“

Halldór spurði þá hvort þessi rígur nái til Íslands. „Maður skoðar alveg hvar leikurinn er í dagatalinu. Það er samt ekki alveg sami blóðhiti og í London.“