Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, las bréfið frá Brittney Griner þar sem körfuboltakonan óskaði eftir aðstoð forsetans við að losna úr haldi rússneskra yfirvalda en er ekki búinn að setja sig í samband við Griner né fjölskyldu hennar.

Eins og frægt er var Griner, ein af bestu körfuboltakonum heims undanfarinn áratug, handtekin við komuna til Rússlands í byrjun árs. Yfirvöld í Rússlandi saka hann um að hafa reynt að smygla inn rafrettuvökva með kannabisolíu.

Réttarhöld yfir Griner hófust á dögunum og um leið var gæsluvarðhald yfir körfuboltakonunni framlengt um leið.

Eiginkona Griner, Cherelle Griner, lýsti yfir vonbrigðum að hafa ekki heyrt frá Hvíta Húsinu frá því að bréfið komst til skila í samtali við CBS Mornings.