Sport

Ekkert bakslag komið hjá Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að ná sér góðum af meiðslunum sem hann varð fyrir í mars og segist vera klár í leikinn gegn Argentínu á laugardaginn.

Gylfi var léttur á æfingunni í gær. Fréttablaðið/Eyþór

Ég er að nálgast mitt besta form. Það hefur allt gengið vel og mér líður vel í líkamanum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í Rússlandi í gær.

Það fór um marga þegar Gylfi meiddist á hné í leik Everton og Brighton í mars. Hann lék ekki meira með Everton á tímabilinu en lagði hart að sér í endurhæfingu og tók þátt í báðum vináttulandsleikjum íslenska liðsins áður en það hélt til Rússlands. Hann segir ekkert babb hafa komið í bátinn að undanförnu.

„Nei, þetta hefur gengið mjög vel. Hnéð hefur orðið betra með hverjum deginum sem líður. Það hefur ekkert bakslag komið,“ sagði Gylfi sem segist vera klár í 90 mínútur gegn Argentínu á laugardaginn. „Ég hefði getað spilað allan leikinn gegn Gana en það hefði kannski ekki verið neitt rosalega skynsamlegt.“

Gylfi á von á því að leikurinn gegn Argentínu þróist eins og svo margir leikir íslenska liðsins gegn sterkum andstæðingum.

„Þeir verða örugglega mikið með boltann og við þurfum að verjast töluvert. En við erum vanir því og erum góðir í því. Við verðum að vera þolinmóðir og nýta okkar færi þegar þau gefast,“ sagði Gylfi. „Sóknarmenn þeirra eru með þeim bestu í heiminum þannig að það verður erfitt að verjast þeim. Við verðum að vera þéttir fyrir og spila eins og við gerðum á EM í Frakklandi og í síðustu undankeppni.“

Að sögn Gylfa fjölgar fundunum þar sem farið er yfir leik Argentínu eftir því sem nær dregur leik.

„Við erum búnir með nokkra fundi en höfum ekkert farið of mikið yfir þá. Venjan er að þegar það styttist í leik fer einbeitingin á andstæðinganna,“ sagði Gylfi. Íslenska liðið fær frí dag, æfir í Kabardinka í fyrramálið og flýgur svo síðdegis til Moskvu þar sem leikurinn gegn Argentínu fer fram klukkan 13:00 á laugardaginn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Frjálsar íþróttir

Markmiðið var að vinna gull

Handbolti

Selfoss á toppinn

Auglýsing

Nýjast

Snæfell áfram með fullt hús stiga

Kristján Örn tryggði ÍBV stig í Mosfellsbæ

Keflavík gengur frá þjálfaramálum sínum

Barcelona komið í úrslit á HM

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Auglýsing