Alþjóða kappaksturssambandið, FIA, muni ekki setja af stað formlega rannsókn á máli breska ökuþórsins sem var í bol þar sem stóð handtökum þá sem skutu Breonnu Taylor eftir sigur sinn í Formúlu 1-kappakstrinum í Tuscan um síðustu helgi.

FIA ætlar þess í stað búa til fyrirmæli um það hverju ökuþórar mega og mega ekki klæðast fyrir og eftir kappakstra í Formúlu 1.

Hamilton klæddist fyrrgreindum bol til þess að sýna réttindabaráttu svartra stuðning en óeinkennisdklæddir lögreglumenn skutu heilbrigðisstarfsmanninn Breonna Taylor til bana í lögregluaðgerð sinni í mars fyrr á þessu ári.

Fyrir kappakstrana í Formúlu 1 á yfirstandandi keppnistímabili hafa ökuþórarnir kropið á kné til stuðnings réttindabaráttu svartra.