Eiður Smári Guðjohnsen verður gestur í þættinum The Debate á Sky Sports í kvöld. 

Með Eiði í þættinum í kvöld verður Matthew Upson, fyrrverandi landsliðsmaður Englands. Dave Jones stýrir þættinum að þessu sinni en hann er hvað þekktastur fyrir að stýra Monday Night Football þar sem Jamie Carragher og Gary Neville fara jafnan á kostum.

Í þætti kvöldsins verður hitað upp fyrir leiki morgundagsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar mætast Bayern München og Besiktas og Chelsea og Barcelona.

Eiður spilaði með bæði Chelsea og Barcelona og varð Evrópumeistari með Katalóníuliðinu 2009.