Fótbolti

Eiður Aron eini nýliðinn sem byrjar í Katar

Erik Hamrén er búinn að tilkynna byrjunarlið Íslands fyrir æfingarleik gegn Svíþjóð í Katar í dag þar sem Eiður Aron Sigubjörnsson byrjar í miðverðinum í fyrsta A-landsleiknum.

Þjálfarateymið er búið að velja byrjunarliðið Fréttablaðið/Eyþór

Erik Hamrén er búinn að tilkynna byrjunarlið Íslands fyrir æfingarleik gegn Svíþjóð í Katar í dag þar sem Eiður Aron Sigubjörnsson byrjar í miðverðinum í fyrsta A-landsleiknum.

Leikurinn fer fram á Khalifa International Stadium-vellinum í Doha en þar sem hann fer fram utan alþjóðlegra leikdaga eru flestir leikmenn liðanna sem leika í Skandinavíu.

Sex leikmenn í hópnum, Eiður Aron, Davíð Kristján Ólason, Axel Óskar Andrésson, Alex Þór Hauksson, Kolbeinn Birgir Finnsson og Willum Þór Willumsson hafa aldrei leikið fyrir A-landslið Íslands.

Birkir Már Sævarsson, eini leikmaður liðsins sem hefur verið í lykilhlutverki undanfarin ár, byrjar 87. leik sinn fyrir hönd Íslands en með honum í varnarlínunni eru þeir Eiður Aron, Hjörtur Hermannsson og Böðvar Böðvarsson.

Á miðjunni eru þeir Óttar Magnús Karlsson, Samúel Kári Friðjónsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Guðmundur Þórarinsson fyrir aftan Arnór Smárason sem verður ef til vill rétt fyrir aftan Andra Rúnar Bjarnason.

Þá er Frederik Schram í markinu í fyrri leik Íslands í þessari ferð til Mið-austurlandanna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Fótbolti

Segja Matthías vera að semja Vålerenga

Fótbolti

Dagný sögð á leið til Portland aftur

Auglýsing

Nýjast

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

City með öruggan sigur á Huddersfield

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Auglýsing