Guðmundur Guðmundsson, þjálfari handboltalandsliðsins, átti erfitt með að lýsa spilamennsku Íslands í átta marka sigri á Frökkum á EM í handbolta í dag þegar hann ræddi við Rúv eftir leik.

„Sóknarleikurinn var stórkostlegur og það er erfitt að finna orð til að lýsa varnarleiknum. Karakterinn í þessum strákum, þetta var eitthvað það stórkostlegasta sem ég hef séð,“ sagði Guðmundur í samtali við Rúv eftir leik.

Ísland náði snemma frumkvæðinu og hélt haus út allan leikinn sama hvað Frakkarnir reyndu.

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari handboltalandsliðsins, átti erfitt með að lýsa spilamennsku Íslands í átta marka sigri á Frökkum á EM í handbolta í dag þegar hann ræddi við Rúv eftir leik.

„Við byrjuðum eins og við ætluðum okkur og náðum að halda hauns eins og við höfum reynt að gera síðustu daga. Þetta er búinn að vera ótrúlega skrýtinn dagur.“