Eftir fimm leiki í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta er eitt stig sem skilur að Val og Tindastól.
Allir leikirnir unnust á heimavelli og voru það Valsmenn sem urðu Íslandsmeistarar í kvöld með þrettán stiga sigri á Tindastól.
Ef rýnt er í tölfræðina og samanlagt stigaskor úr úrslitaeinvíginu skoðað er aðeins eitt stig sem skilur liðin að eftir fimm umferðir.
Heilt yfir er Valur með 407 stig í einvíginu gegn 406 frá Tindastól.
Tindastóll vann stærsta sigur einvígisins, fimmtán stiga sigur í leik tvö en Valsmenn komust yfir í einvíginu með þrettán stiga sigri í kvöld.
Samtals:
Valur 407 406 Tindastóll
Leikur 1: Valur 80-79
Leikur 2: Tindastóll 91-75
Leikur 3: Valur 84-79 Tindastóll
Leikur 4: Tindastóll 97-95
Leikur 5: Valur 73-60 Tindastóll