Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla hafa greint frá því að eitt smit hafi geinst þegar fimmta próf við kórónaveirunni var framkvæmt á mánudag og þriðjudag í þessari viku. Um er ræða leikmann eða starfsmann Tottenham Hotspur.

Ekkert jákvæð niðurstaða kom út úr fjórðu prófuninni en samtals hafa 12 leikmenn og starfsmenn verið greindir með veiruna í 3882 prófunum sem gerðar hafa verið síðustu dagana. Leik­menn og starfsmenn liðsins þurfa þar af leiðanda að fara í viku sóttkví. 

Félögin í deildinni hófu nýverið æfingar af fullum krafti en stefnt er að því að hefja leik að nýju 17. júní næstkomandi leikjum Aston Villa og Sheffield United og stórleik Manchester City og Arsenal.

Eftir að þeim lýkur er svo níu umferðum ólokið sem stefnt er að því að klára á rúmum mánuði. Allir leikirnir sem eftir eru verða leiknir fyrir luktum dyrum.