Eins og venja er var haldinn blaðamannafundur eftir evrópuleik FC Flora og KR í gær. Rúnar Kristinsson þjálfari kom fyrir hönd KR og ræddi um frammistöðu liðsins. Pálmi Rafn Pálmason fyrirliði var í sturtu og afsakaði Rúnar töfina á komu Pálma.

Eftir að hafa gefið svör til blaðamanna stóð Rúnar upp og spurði Eistana hvort þeir vildu fá hann fram. We don´t really care var svarið og samkvæmt fésbókar útsendingunni var nærveru Pálma ekkert óskað.

Atvikið má sjá eftir rúmlega sjö mínútur af útsendingu FC Flora.

Rúnar kom vel fyrir og óskaði FC Flora góðs gengis í keppninni en liðið mætir Floriana frá Möltu í þriðju umferð en KR er úr leik.