Trent Al­ex­and­er-Arnold er eini leikmaður Liverpool sem smitaður er af kórónaveirunni eins og sakir standa.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði í viðtali við enska fjölmiðla eftir sigur liðsins gegn Shrewsbury í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í gær að falsk­ar niður­stöður hafi komið úr skimun í síðustu viku.

Al­isson Becker, Virgil van Dijk og Joël Matip misstu af leik Liverpool gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi vegna smita.

Þá greindust Roberto Fir­mino, Curt­is Jo­nes og Thiago Alcantara, sem og fleiri leikmenn jákvæður úr skimun í síðustu viku og af þeim sökum var fyrri leik liðsins á móti Arsenal í undanúrslitum enska deilda­bik­arsins sem spila átti á fimmtudagskvöldið síðastliðið frestað.

„Hópsmitið í herbúðum okkar sem kom upp í síðustu viku var eftir allt byggt á fölskum niðurstöðum og því hefði verið óþarfi að fresta leiknum gegn Arsenal," sagði Klopp.

Liverpool fær Arsenal í heimsókn á An­field á fimmtu­daginn í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsing og liðin mætast svo á Emirates viku síðar.