Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu leika hreinan úrslitaleik gegn Serbíu í undankeppni Evrópumótsins 2022 í Zrenjanin síðdegis í dag. Íslenska liðið veit að allt annað en sigur þýðir að þær sitji eftir með sárt ennið, en um leið að sigur kemur liðinu á sitt fyrsta stórmót í tíu ár.

Ljóst er um leið að verkefnið verður erfitt, enda Serbar verið fastagestir á öllum stórmótum síðastliðinn áratug og afar erfiðir heim að sækja.

Ísland vann tveggja marka sigur þegar liðin mættust fyrr í undankeppninni, sem var einn af bestu leikjum kvennalandsliðsins undanfarin ár.

Stelpurnar okkar voru með frumkvæðið allan leikinn í 23-21 sigri á Ásvöllum.

Óvænt tap íslenska liðsins gegn Tyrkjum ytra ásamt sterkum sigri Serba á Svíþjóð á heimavelli fyrr í riðlakeppninni, gerir það hins vegar að verkum að Stelpurnar okkar verða að vinna leikinn í dag.