Gunnar Nelson vann yfirburðarsigur gegn Takashi Sato á UFC bardagakvöldinu í Lundúnum . Gunnar vann allar loturnar í bardaganum og átti ekki í neinum vandræðum með Japanann sem átti að sama skapi engin svör við sóknum Gunnars.

Rooney var mættur í O2 höllina ásamt Darren Till sem er frægur UFC kappi. Höllin var stútfull af fólki en boxarinn Anthony Josuha var einnig í hópi þeirra sem komu á kvöldið.

Íslendingar voru einnig fjölmennir í höllinni og studdu vel við bak Gunna í endurkomu hans í búrið. Búist er við að Gunnar fái næsta bardaga í sumar.