Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hefur einn aðili kvartað undan meiðslum sem hann varð fyrir í Kórnum, knattspyrnuhúsi Kópavogs. Nýtt gervigras var lagt á völlinn og hafa þó nokkrir knattspyrnumenn og konur kvartað undan að grasið sé þurrt og stamt.

Nokkur umræða varð meðal knattspyrnufólks um málið á samfélagsmiðlinum Twitter en þar kom fram að grasið yrði ekki vökvað. Grasið sem var áður í Kórnum var vökvað reglulega.

Í umræðunum kom fram að allar ábendingar skyldu berast Kópavogsbæ en þar á bæ könnuðust menn við eina slíka ábendingu.