Íslenska liðið mætti laskað til leiks en skömmu fyrir leik var greint frá því að þeir Arnar Freyr Arnarsson og Janus Daði Smárason hefðu greinst smitaðir. Íslenska liðið mætti með fjórtán leikmenn til leiks og var frammistaðan hreint mögnuð.

Íslenska liðið byrjaði með látum og tók fljótt örugga forystu, Ómar Ingi Magnússon var hreint magnaður og raðaði inn mörkum í öllum regnbogans litum. Íslenska liðið leiddi 17-10 í hálfleik.

Mögnuð frammistaða liðsins hélt áfram í síðari hálfleik, Viktor Gísli Hallgrímsson varði frábærlega í markinu og Ómari Ingi leiddi sóknarlínuna. Ómar skoraði 10 mörk í leiknum og Viktor Gísli varði 15 bolta. Viggó Kristjánsson átti einnig frábæra spretti og skoraði níu mörk.

29-21 sigur staðreynd en um er að ræða einn fræknasta sigur í sögu Íslands í handbolti. Með átta leikmenn fjarverandi vegna COVID-19 fer sigurinn í sögubækurnar.

Ísland jafnaði Frakka að stigum með sigrinum en bæði lið hafa fjögur stig á toppi riðilsins. Ísland mætir Króatíu á mánudag í næsta leik og svo er leikur gegn Svartfjallalandi á miðvikudag.