Argentínska blaðið Clarín heldur því fram að Leopoldo Luqu­e einka­læknir fót­bolta­goð­sagnarinnar Diego Armando Mara­dona sé grunaður um mann­dráp af gá­leysi vegna frá­falls kappans.

Í frétt Clarín, sem er eitt stærsta dag­blað landsins, kemur fram að gerð hafi verið hús­leit á heimili og skrif­stofu læknisins sem sinnti Mara­dona. Luqu­e sinnti Mara­dona síðustu vikur, í kjöl­far heila­blóð­falls sem Mara­dona fékk fyrr í mánuðinum.

Segir í fréttinni að þrjá­tíu lög­reglu­menn hafi tekið þátt í að­gerðum. Eru dætur fó­bolta­kappans sagðar hafa viljað fá upp­lýsingar um það hvaða lyf Luqu­e gaf Mara­dona í að­draganda dauðs­falls hans.

Mara­dona lést úr hjarta­á­falli á mið­viku­daginn en var eins og flestir vita ein skærasta stjarna fót­bolta­heimsins. Mara­dona var besti maðurinn á vellinum með argentínska lands­liðinu, spænska stór­liðinu Barcelona og ítalska fé­laginu Napoli.