Logi Geirs­son, fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­maður í hand­bolta segir leik­menn lands­liðsins hafa mikið að sanna í þeim tveimur leikjum sem fram undan eru gegn Tékkum, að heiman og heima á næstu dögum.

Ýmis­legt hefur verið rætt í að­draganda þessara leikja landsliðsins.

„Hand­boltinn, sér í lagi síðasta stór­mót hjá ís­lenska lands­liðinu, hefur verið lengi í kast­ljósi fjöl­miðla. Þjálfara­málin hafa verið á­berandi í deiglunni sem og að á­kveðnum málum hafi verið lekið úr klefa lands­liðsins.

Ég per­sónu­lega þekki ekki þær sögur, veit ekki hvað gekk á þar en ein­hverjir hafa sagt að klefinn hafi hrein­lega lekið. Það eru ein­hverjar verstu fréttir sem ég hef heyrt. Það er náttúru­lega bara þannig að þessi klefi hefur verið inn­siglaður núna.

Það mun ekki leka orð úr þessum klefa og ég þekki það bara sjálfur frá mínum tíma í lands­liðinu að maður sagði engum frá því sem gerðist innan klefans. Þetta er heilagasti staður liðsins, þarna gerist allt og öll sam­skipti fara þarna fram.“

Gagn­rýnin eftir HM hafi ekki bara beinst að lands­liðs­þjálfaranum, Guð­mundi Guð­munds­syni.

„Það voru líka leik­menn sem fengu á sig gagn­rýni.“