Ein­ar Örn Jóns­son, íþróttaf­réttamaður hjá RÚV, greindist með Covid-smit í PCR-prófi í gær og af þeim sökum þarf hann að lýsa leik Íslands og Frakklands í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta sem hefst í Búdapest klukkan 19.30 í kvöld af hótelherbergi sínu.

Það var vinnustaður Einars Arnar RÚV sem greindi fyrst frá smiti starfsmanns síns. .

„Nú þarf ég að vera á hót­eli í fimm daga, skila tveim­ur nei­kvæðum test­um og þá gæti ég losnað,“ seg­ir Ein­ar Örn í sam­tali við RÚV en hann mun lýsa næstu leikj­um Íslands í mill­iriðli I af hót­el­her­bergi sínu. Það er al­veg hægt að redda því og við ætl­um að láta koma með græj­una hingað,“ segir Ein­ar Örn í sam­tali við RÚV.

Sex leikmenn íslenska liðsins verða fjarri góðu gamni í leiknum í kvöld vegna Covid-smits en Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Bjarki Már Elísson, Björgvin Páll Gústavsson og Ólafur Andrés Guðmundsson misstu af tapinu gegn Dönum í fyrstu umferð milliriðilsins.

Þá er Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari íslenska liðsins, sömuleiðis smitaður og af þeim sökum í einangrun.