Selfoss gerði góða ferð í Breiðholtið og vann sex marka sigur á ÍR, 24-30, í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld.

Einar Sverrisson skoraði níu mörk fyrir Selfoss sem vann öruggan sigur þrátt fyrir að missa Hauk Þrastarson af velli með rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks.

Selfoss var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 11-13, og gaf svo enn meira í seinni hálfleik og vann á endanum sex marka sigur, 24-30.

Kristján Orri Jóhannsson skoraði sjö mörk fyrir ÍR og Elías Bóasson sex.

Mörk ÍR: Kristján Orri Jóhannsson 7/1, Elías Bóasson 6, Björgvin Hólmgeirsson 5/2, Sturla Ásgeirsson 3, Bergvin Þór Gíslason 1, Sveinn Andri Sveinsson 1, Stephen Nielsen 1.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 9/1, Árni Steinn Steinþórsson 6, Alexander Már Egan 5, Elvar Örn Jónsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 3, Hergeir Grímsson 2, Pawel Kiepulski 1.