Handbolti

Einar fór fyrir Selfyssingum

Selfoss vann öruggan sigur á ÍR, 24-30, í Austurberginu í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld.

Einar fór mikinn í liði Selfyssinga og skoraði níu mörk. Fréttablaðið/Ernir

Selfoss gerði góða ferð í Breiðholtið og vann sex marka sigur á ÍR, 24-30, í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld.

Einar Sverrisson skoraði níu mörk fyrir Selfoss sem vann öruggan sigur þrátt fyrir að missa Hauk Þrastarson af velli með rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks.

Selfoss var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 11-13, og gaf svo enn meira í seinni hálfleik og vann á endanum sex marka sigur, 24-30.

Kristján Orri Jóhannsson skoraði sjö mörk fyrir ÍR og Elías Bóasson sex.

Mörk ÍR: Kristján Orri Jóhannsson 7/1, Elías Bóasson 6, Björgvin Hólmgeirsson 5/2, Sturla Ásgeirsson 3, Bergvin Þór Gíslason 1, Sveinn Andri Sveinsson 1, Stephen Nielsen 1.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 9/1, Árni Steinn Steinþórsson 6, Alexander Már Egan 5, Elvar Örn Jónsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 3, Hergeir Grímsson 2, Pawel Kiepulski 1.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Versta byrjun Íslandsmeistara síðan 1996

Handbolti

Selfoss tók efsta sætið á ný með sigri á Fram

Handbolti

Ágúst mætir með sínar konur um komandi helgi

Auglýsing

Nýjast

Birkir enn á hliðarlínunni vegna meiðsla

Þjóðadeildin gefur vel af sér til KSÍ

Kristófer verður í hóp í kvöld

Lars Lagerback arkitektinn að frábæru ári Noregs

Samráð um aðgerðir gegn veðmálasvindli

Ósigur staðreynd þrátt fyrir mun betri frammistöðu

Auglýsing